Viðskipti erlent

Grænt ljós á kaup NYSE á Euronext

Frá kauphöllinni í New York í Bandaríkjunum.
Frá kauphöllinni í New York í Bandaríkjunum. Mynd/AFP

Stjórn samevrópska hlutabréfamarkaðarins Euronext greindi frá því í dag að ráðgjafaþjónusta um góða stjórnarhætti fyrirtækja (ISS) hefði mælt með yfirtökutilboði NYSE Group, sem rekur kauphöllina í New York í Bandaríkjunum.

Tilboðið hljóðar upp á 13,7 milljarða bandaríkjadali eða 948 milljarða íslenskra króna.

Euronext, sem rekur kauphallir í Amsterdan, París, í Brussel og Lissabon, hefur þegar samþykkt kaupin en fjármálayfirvöld áttu eftir að gefa grænt ljós á viðskiptin.

Hluthafar í Euronext taka kaupin fyrir á hluthafafundi markaðsins 19. desember næstkomandi en hluthafar NYSE daginn eftir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×