Erlent

Ítalskar veggmyndir frá 14.öld loksins sýndar umheiminum

Hér sést ein veggmyndin sem afhjúpuð var í gær eftir níu ára viðgerðir.
Hér sést ein veggmyndin sem afhjúpuð var í gær eftir níu ára viðgerðir. MYND/AP
Veggmyndir sem uppgötvuðust í gömlum sal klaustri í Róm voru loks sýndar umheiminum í gær eftir níu ára viðgerðir. Klaustrið hefur verið starfrækt síðan í upphafi sautjándu aldarinnar, en veggmyndirnar hafa oft verið nefndar sixtínska kapella miðaldanna og eru taldar með meistaraverkum fjórtándu aldarinnar. Viðgerðirnar hófust árið 1997 og hefur sex manna lið unnið sleitulaust að því síðan. Talið er að salurinn hafi verið viðhafnarsalur aðstoðarmanns páfa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×