Handbolti

Góð staða Gummersbach

Guðjón Valur Sigurðsson er fyrirliði Gummersbach.
Guðjón Valur Sigurðsson er fyrirliði Gummersbach. MYND/Getty Images

Íslendingaliðið Gummersbach vann frækinn sigur á Chehovski Medved frá Rússlandi í Meistaradeild Evrópu í í handbolta dag, 31-37. Þetta var fyrri leikur liðanna í 16-liða úrslitum keppninnar og er óhætt að segja að Gummersbach standi vel að vígi.

Leiknum var að ljúka rétt í þessu og er ljóst að Alfreð Gíslason og lærisveinar hans hefðu vart getað óskað sér betri úrslit, enda Medved gríðarlega sterkt lið og uppistaðan í rússneska landsliðinu. Staðan í hálfleik var 20-16, Gummersbach í vil.

Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur hjá Gummersbach með átta mörk úr níu skottilraunum en Róbert Gunnarsson skoraði þrjú mörk úr þremur skotum. Þá skoraði Guðlaugur Arnarsson eitt mark en hann lék að mestu í vörninni og var gríðarlega fastur fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×