Innlent

Royal misstígur sig í Mið-Austurlöndum

Segolene Royal, forsetaframbjóðandi Sósíalista í Frakklandi.
Segolene Royal, forsetaframbjóðandi Sósíalista í Frakklandi. MYND/AP

Frambjóðandi Sósíalista í forsetakosningunum á næsta ári, Segolene Royal, reyndi í dag að draga úr yfirlýsingu sinni að hún væri sammála Hizbolla liðum um að utanríkisstefna Bandaríkjamanna væri "geðveikisleg". Hún er nú á ferðalagi um Mið-Austurlönd til þess að reyna að sýna fram á að hún geti staðið sig vel í utanríkismálum.

Hún sagðist vera sammála ummælum liðsmanns Hizbolla um að stjórnvöld í Bandaríkjunum væru brjáluð en dró síðan úr því og sagðist aðeins sammála því að Bandaríkjamenn væru að misstíga sig í Írak og að hún hafi ekki ætlað sér að segja að öll stjórn Bandaríkjanna væri snælduvitlaus. Bandaríkjamenn væru vinaþjóð Frakka og hún liti til þeirra sem bandamanna sinna. Hún á að hitta forsætisráðherra Ísraels á sunnudaginn kemur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×