Enski boltinn

Af hverju að fara til Englands?

Hernan Crespo vill miklu frekar búa á Ítalíu en á Englandi
Hernan Crespo vill miklu frekar búa á Ítalíu en á Englandi NordicPhotos/GettyImages

Argentínski framherjinn Hernan Crespo hjá Inter Milan á Ítalíu segist ekki skilja af hverju framherji sem er sáttur í herbúðum liðs síns á Ítalíu ætti að láta sér detta í hug að flytja til Englands og spila í ensku úrvaldseildinni. Þessi orð lét hann falla í samtali við breska blaðið Mirror þegar hann svar spurður út í vandræði Andriy Shevchenko hjá Chelsea.

Crespo sjálfur var lánaður frá AC Milan til Chelsea á sínum tíma og lætur alls ekki vel af veru sinni í Lundúnum, þó hann hafi á tíðum náð sér ágætlega á strik með liði Chelsea.

"Mér leið alls ekki vel hjá Chelsea. Þetta var ævintýri til að byrja með en það breyttist fljótlega. Í dag skil ég ekki af hverju framherja sem líður vel á Ítalíu ætti mögulega að langa að rífa fjölskyldu sína upp og flytja til Englands. Enska úrvalsdeildin er vissulega sterk deild, en fjölskylda mín er t.d. miklu ánægðari á Ítalíu en hún var á Englandi og við viljum vera áfram hérna," sagði Crespo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×