Fótbolti

Dida dregur lappirnar

Dida er erfiður í samningum að mati Galliani
Dida er erfiður í samningum að mati Galliani NordicPhotos/GettyImages

Forráðamenn ítalska stórliðsins AC Milan hafa lýst yfir óánægju sína með það hversu erfiðlega gengur að ná samningum við brasilíska markvörðinn Dida. Samningur Dida rennur út í júní, en hann nú meiddur og getur ekki spilað með liðinu fyrr en í fyrsa lagi í janúar.

"Dida verður að fara að gera upp hug sinn og undirrita nýjan samning ef hann vill vera áfram hjá okkur yfir höfuð. Við þurfum að fara að huga að því að kaupa annan markvörð í janúar ef hann ætlar ekki að framlengja og því verður þetta mál að fara að leysast mjög fljótlega. Hann veit að hann verður áfram markvörður númer eitt hjá okkur ef hann vill vera áfram, en við verðum að fara að skoða markaðinn ef svo er ekki," sagði Adriano Galliani, yfirmaður knattspyrnumála hjá ítalska félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×