Erlent

Saudi-Arabía tilbúin að fara í stríð

Frá Mekka. Saudi-Arabar líta á sig sem sérstakra verndara allra súnní múslima.
Frá Mekka. Saudi-Arabar líta á sig sem sérstakra verndara allra súnní múslima. MYND/AP

Saudi-Arabía er reiðubúin að beita öllu sínu afli, hvort sem er í peningum, vopnum eða oíu til þess að koma í veg fyrir að sjía múslimar í Írak kúgi og myrði súnní múslima, þegar Bandaríkjamenn byrja að flytja herlið sitt frá landinu.

Nawaf Obaid, er öryggisráðgjafi stjórnvalda í Saudi-Arabíu. Hann skrifar í dag grein í Washington Post þar sem hann segir að Saudi-Arabía sé reiðubúin að bregðast svo harkalega við, að það gæti valdið stríði í Miðausturlöndum, en það verði bara að hafa það. Saudi-Arabar muni ekki bregðast súnní bræðrum sínum í Írak.

Obaid segir að Íran ausi milljörðum króna í vígasveitir sjía múslima. Hann segir að einn mótleikurinn geti verið sá að Saudi-Arabía stórauki olíuframleiðslu sína og lækki verðið um helming. Það myndi hafa hroðalegar afleiðingar fyrir efnahag Írans, og gera þeim erfitt að halda áfram fjáraustri í hryðjuverk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×