Erlent

Páfi í sáttahug

Benedikt páfi sextándi rétti múslimum sáttarhönd við komuna til Ankara í Tyrklandi í dag. Á fundi með Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, kvaðst páfi styðja aðildarumsókn Tyrkja að Evrópusambandinu og sagði íslam friðsöm trúarbrögð. Páfi bakaði sér reiði múslima um allan heim í september þegar hann fór hörðum orðum um trú þeirra og því hefur nokkur ólga verið í Tyrklandi vegna heimsóknarinnar. Upphaflegur tilgangur hennar var að heimsækja patríarkann í Konstanínópel en eftir deilurnar í haust var ákveðið að nota tækifærið til að bæta samskiptin við múslima.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×