Erlent

Franskir hermenn berjast í Mið-Afríku Lýðveldinu

Franskar hersveitir hafa aðstoðað stjórnarher Mið-Afríku Lýðveldisins við að endurheimta borgina Birao úr höndum skæruliða sem hertóku hana um síðustu mánaðamót. Stjórnarherinn er þegar búinn að ná flugvelli borgarinnar á sitt vald.

Talsmaður franska hersins segir að skotið hafi verið á hermennina þegar flugvöllurinn var tekinn og að franskir hermenn hefðu svarað skothríðinni. Frakkland hefur tvíhliða samninga við nokkrar gamlar nýlendur, svosem Chad og Mið-Afríku Lýðveldið um að veita stjórnarherjum aðstoð við flutninga og hernaðarupplýsingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×