Körfubolti

Fimmti sigur Denver í röð

Carmelo Anthony skoraði 33 stig fyrir Denver í nótt og er stigahæsti leikmaður deildarinnar
Carmelo Anthony skoraði 33 stig fyrir Denver í nótt og er stigahæsti leikmaður deildarinnar NordicPhotos/GettyImages

Carmelo Anthony skoraði 33 stig þegar Denver lagði LA Clippers á heimavelli 103-88 í NBA deildinni í nótt. Þetta var fimmti sigurleikur Denver í röð í deildinni og er Anthony stigahæsti leikmaður deildarinnar það sem af er með 31 stig að meðaltali. Corey Maggette var besti leikmaður Clippers í leiknum með 22 stig og 12 fráköst.

Totonto lagði Indiana 92-83 þar sem Chris Bosh skoraði 17 stig og hirti 11 fráköst fyrir Toronto en þeir Danny Granger og Stephen Jackson skoruðu 18 hvor fyrir Indiana.

Phoenix lagði Portland á útivelli 119-101 þar sem Raja Bell var stigahæstur gestanna með 20 stig, þar af 7 þrista, og Amare Stoudemire skoraði 20 stig og hirti 11 fráköst. Travis Outlaw skoraði 22 stig fyrir Portland.

San Antonio lagði Seattle á útivelli 98-78 þar sem Tony Parker skoraði 20 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan skoraði 18 stig og hirti 16 fráköst. Duncan varð í nótt þriðji leikmaðurinn í sögu San Antonio til að skora 15.000 stig fyrir félagið ásamt þeim George Gervin og David Robinson.

Ray Allen setti 21 stig fyrir Seattle. Argentínumaðurinn Manu Ginobili á við bakmeiðsli að stríða og spilaði ekki með liðinu í nótt. Þetta var sjöundi sigur San Antonio í röð á útivelli á tímabilinu og athygli vekur hversu vel Argentínumaðurinn Fabricio Oberto hefur spilað á útivöllum en hann er með tæplega 80% skotnýtingu á útivöllum það sem af er tímabili.

Loks vann lið LA Lakers sigur á New Jersey 99-93 þar sem Lamar Odom skoraði 21 stig og Kobe Bryant skoraði 19 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Lakers en Vince Carter skoraði 21 stig og hirti 11 fráköst og Jason Kidd skoraði 7 stig, gaf 16 stoðsendingar og hirti 8 fráköst fyrir New Jersey

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×