Sport

Nadal ber mikla virðingu fyrir Federer

Federer og Nadal eru án efa bestu tennisleikarar heims í karlaflokki í dag
Federer og Nadal eru án efa bestu tennisleikarar heims í karlaflokki í dag NordicPhotos/GettyImages

Spánverjinn Rafael Nadal sem er annar stigahæsti tenniskappi heimsins, viðurkennir fúslega að Roger Federer sé í algjörum sérflokki í heiminum í dag og telur að Svisslendingurinn sé eina ástæðan fyrir því að hann sjálfur hefur aldrei náð efsta sæti heimslistans.

"Ég myndi ekki segja að við Federer værum erkifjendur, en viðureignir okkar hafa verið mjög jafnar og spennandi undanfarið og það gerir þær mjög áhugaverðar," sagði Nadal, en hann er í raun eini maðurinn sem hefur veitt hinum magnaða Federer einhverja keppni á síðustu misserum.

"Federer er frábær tennisleikari og góður náungi utan vallar líka. Hann er það góður alhliða spilari að ég þarf alltaf að eiga 120% góðan leik til að sigra hann. Ég tel að hann sé án nokkurs vafa besti tennisleikari í heiminum í dag," sagði Nadal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×