Erlent

Indónesía fellst á friðargæslu í Írak

MYND/AP

Indónesía, hefur ljáð máls á því að senda friðargæsluliða til Íraks, og hvetja önnur múslimaríki til þess að gera slíkt hið sama.

Hassan Wirajuda, utanríkisráðherra Indónesíu, sagði í samtali við Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að sem fjölmennasta múslimaríki heims, geti Indónesía ekki bara staðið á hliðarlínunni meðan mannfall ykist í Írak. Múslimar í Indónesíu eru um 190 milljónir talsins.

Ráðherrann sagði einnig að þeir myndu hvetja önnur múslimaríki til þess að senda einnig hermenn til Íraks. Bandaríkjunum er mjög í mun að fá múslimaríki til að aðstoða við að lægja öldurnar í Írak.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×