Geir H. Haarde heimsótti í dag Kauphöllina í New York á sérstökum Íslandsdegi í henni. Þórður Friðjónsson forseti hinnar íslensku kauphallar var honum til halds og trausts sem og Björgólfur Thor Björgólfsson. Á heimsóknin að hvetja til fjárfestinga á íslenskum markaði. Hringdi Geir meðal annars bjöllunni sem þar er til þess að marka lok viðskiptadags Kauphallarinnar.
Frá þessu er skýrt á vef Kauphallarinnar í New York, www.nyse.com