Erlent

Ísraelar sprengja á Gaza

Svona líta húsin út eftir árásir Ísraela.
Svona líta húsin út eftir árásir Ísraela. MYND/AP

Ísraelski herinn hefur skotið flugskeyti á bíl í Gazaborg. Öryggissveitir í Palestínu skýrðu frá þessu. Sem stendur er enn ekki vitað hversu margir eða hvort einhverjir hafi látist eða slasast. Íraelski herinn vildi ekkert segja um árásina að svo stöddu.

Fyrr í dag safnaðist fjöldi fólks fyrir á húsi eins leiðtoga Hamas samtakanna til þess að koma í veg fyrir loftárás ísraelska hersins og tókst þeim það. Er þetta í annað sinn sem að þetta gerist, að fjöldi fólks safnist fyrir í því húsi sem að Ísraelar ætli sér að sprengja í loft upp. Ísraelsmenn hafa nefnilega haft þann sið á að hringja um tíu mínútum fyrir árás í íbúa og láta þá vita af árásinni til þess að koma í veg fyrir mannfall óbreyttra borgara. Ljóst þykir að Ísraelar eigi eftir að breyta um aðferðir í baráttu sinni nú þegar Palestínumenn segjast hafa fundið leið til þess að komast hjá árásum þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×