Erlent

Myrti hátt í þrjátíu sjúklinga á sjúkrahúsi í Þýskalandi

Stephan Letter hlýðir á úrskurð dómara í Kempten í Suður-Þýskalandi í dag.
Stephan Letter hlýðir á úrskurð dómara í Kempten í Suður-Þýskalandi í dag. MYND/AP

Þýskur hjúkrunarfræðingur var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa myrt nærri 30 sjúklinga á sjúkrahúsi í bænum Sonthofen í suðurhluta Þýskalands. Stephan Letter hóf störf á spítalanum í febrúar árið 2003 og talið er að hann hafi myrt fyrsta sjúklinginn innan við mánuði síðar. Hann var svo handtekinni í júlí árið 2004 eftir lögregla hafði rannsakað þjófnað á lyfjum en Letter drap fólkið, sem flest var á gamals aldri, með því að sprauta það með lyfjablöndu. Letter viðurkenndi fyrir dómi að hafa orðið valdur að dauða fólksins og bar því við að hann hefði ekki afborið að sjá líf þess fjara smám saman út. Málinu hefur verið lýst sem mestu fjölamorðum í sögu Þýskalands frá lokum síðari heimsstyrjaldar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×