Segja réttarhöld yfir Hussein meingölluð 20. nóvember 2006 13:15 MYND/AP Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja að réttarhöldin yfir Saddam Hussein hafi verið meingölluð og dómurinn yfir honum því rangur. Verði hann tekinn að lífi er óttast að átök muni breiðast út um öll Miðausturlönd. Tvær vikur eru liðnar frá því að dauðadómur var kveðinn upp yfir Saddam Hussein og tveimur samstarfsmönnum hans vegna morða á 148 sjíum í bænum Dujail árið 1982. Í 97 blaðsíðna langri skýrslu sinni komast sérfræðingar Human Rights Watch hins vegar að þeirri niðurstöðu að öll umgjörð réttarhaldanna yfir þeim hefði verið svo gölluð að útilokað væri að mennirnir hefðu fengið sanngjarna málsmeðferð. Í skýrslunni segir meðal annars að einangrun Íraka á alþjóðavettvangi þýddi að íraskir dómarar og lögfræðingar hefðu ekki næga þekkingu á alþjóðalögum til að ráða við svo flókin réttarhöld, dómararnir hefðu verið hlutdrægir og verjendur ekki fengið að gagnspyrja vitni. Ekki bætti úr skák að þrír úr verjendaliðinu voru myrtir meðan á réttarhöldunum stóð. Samtökin segja því dauðadóminn yfir Saddam algerlega óverjandi. Áfrýjunardómstóll fjallar um mál einræðisherrans fyrrverandi á næstu vikum og allar líkur eru á að dómurinn verði þar staðfestur. Í veftímariti Al-jazeera sjónvarpsstöðvarinnar er því haldið fram að verði Saddam hengdur muni borgarstyrjöldin í Írak magnast um allan helming og breiðast út til nálægra landa. Á meðal súnnía í Miðausturlöndum er almennt litið svo á að dauðadómurinn hafi verið pantaður af ríkisstjórn George Bush vegna þingkosninganna sem fram fóru í Bandaríkjunum á dögunum og því muni þeir rísa upp gegn þeim sem studdu dóminn. Erlent Fréttir Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja að réttarhöldin yfir Saddam Hussein hafi verið meingölluð og dómurinn yfir honum því rangur. Verði hann tekinn að lífi er óttast að átök muni breiðast út um öll Miðausturlönd. Tvær vikur eru liðnar frá því að dauðadómur var kveðinn upp yfir Saddam Hussein og tveimur samstarfsmönnum hans vegna morða á 148 sjíum í bænum Dujail árið 1982. Í 97 blaðsíðna langri skýrslu sinni komast sérfræðingar Human Rights Watch hins vegar að þeirri niðurstöðu að öll umgjörð réttarhaldanna yfir þeim hefði verið svo gölluð að útilokað væri að mennirnir hefðu fengið sanngjarna málsmeðferð. Í skýrslunni segir meðal annars að einangrun Íraka á alþjóðavettvangi þýddi að íraskir dómarar og lögfræðingar hefðu ekki næga þekkingu á alþjóðalögum til að ráða við svo flókin réttarhöld, dómararnir hefðu verið hlutdrægir og verjendur ekki fengið að gagnspyrja vitni. Ekki bætti úr skák að þrír úr verjendaliðinu voru myrtir meðan á réttarhöldunum stóð. Samtökin segja því dauðadóminn yfir Saddam algerlega óverjandi. Áfrýjunardómstóll fjallar um mál einræðisherrans fyrrverandi á næstu vikum og allar líkur eru á að dómurinn verði þar staðfestur. Í veftímariti Al-jazeera sjónvarpsstöðvarinnar er því haldið fram að verði Saddam hengdur muni borgarstyrjöldin í Írak magnast um allan helming og breiðast út til nálægra landa. Á meðal súnnía í Miðausturlöndum er almennt litið svo á að dauðadómurinn hafi verið pantaður af ríkisstjórn George Bush vegna þingkosninganna sem fram fóru í Bandaríkjunum á dögunum og því muni þeir rísa upp gegn þeim sem studdu dóminn.
Erlent Fréttir Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira