Segja réttarhöld yfir Hussein meingölluð 20. nóvember 2006 13:15 MYND/AP Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja að réttarhöldin yfir Saddam Hussein hafi verið meingölluð og dómurinn yfir honum því rangur. Verði hann tekinn að lífi er óttast að átök muni breiðast út um öll Miðausturlönd. Tvær vikur eru liðnar frá því að dauðadómur var kveðinn upp yfir Saddam Hussein og tveimur samstarfsmönnum hans vegna morða á 148 sjíum í bænum Dujail árið 1982. Í 97 blaðsíðna langri skýrslu sinni komast sérfræðingar Human Rights Watch hins vegar að þeirri niðurstöðu að öll umgjörð réttarhaldanna yfir þeim hefði verið svo gölluð að útilokað væri að mennirnir hefðu fengið sanngjarna málsmeðferð. Í skýrslunni segir meðal annars að einangrun Íraka á alþjóðavettvangi þýddi að íraskir dómarar og lögfræðingar hefðu ekki næga þekkingu á alþjóðalögum til að ráða við svo flókin réttarhöld, dómararnir hefðu verið hlutdrægir og verjendur ekki fengið að gagnspyrja vitni. Ekki bætti úr skák að þrír úr verjendaliðinu voru myrtir meðan á réttarhöldunum stóð. Samtökin segja því dauðadóminn yfir Saddam algerlega óverjandi. Áfrýjunardómstóll fjallar um mál einræðisherrans fyrrverandi á næstu vikum og allar líkur eru á að dómurinn verði þar staðfestur. Í veftímariti Al-jazeera sjónvarpsstöðvarinnar er því haldið fram að verði Saddam hengdur muni borgarstyrjöldin í Írak magnast um allan helming og breiðast út til nálægra landa. Á meðal súnnía í Miðausturlöndum er almennt litið svo á að dauðadómurinn hafi verið pantaður af ríkisstjórn George Bush vegna þingkosninganna sem fram fóru í Bandaríkjunum á dögunum og því muni þeir rísa upp gegn þeim sem studdu dóminn. Erlent Fréttir Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja að réttarhöldin yfir Saddam Hussein hafi verið meingölluð og dómurinn yfir honum því rangur. Verði hann tekinn að lífi er óttast að átök muni breiðast út um öll Miðausturlönd. Tvær vikur eru liðnar frá því að dauðadómur var kveðinn upp yfir Saddam Hussein og tveimur samstarfsmönnum hans vegna morða á 148 sjíum í bænum Dujail árið 1982. Í 97 blaðsíðna langri skýrslu sinni komast sérfræðingar Human Rights Watch hins vegar að þeirri niðurstöðu að öll umgjörð réttarhaldanna yfir þeim hefði verið svo gölluð að útilokað væri að mennirnir hefðu fengið sanngjarna málsmeðferð. Í skýrslunni segir meðal annars að einangrun Íraka á alþjóðavettvangi þýddi að íraskir dómarar og lögfræðingar hefðu ekki næga þekkingu á alþjóðalögum til að ráða við svo flókin réttarhöld, dómararnir hefðu verið hlutdrægir og verjendur ekki fengið að gagnspyrja vitni. Ekki bætti úr skák að þrír úr verjendaliðinu voru myrtir meðan á réttarhöldunum stóð. Samtökin segja því dauðadóminn yfir Saddam algerlega óverjandi. Áfrýjunardómstóll fjallar um mál einræðisherrans fyrrverandi á næstu vikum og allar líkur eru á að dómurinn verði þar staðfestur. Í veftímariti Al-jazeera sjónvarpsstöðvarinnar er því haldið fram að verði Saddam hengdur muni borgarstyrjöldin í Írak magnast um allan helming og breiðast út til nálægra landa. Á meðal súnnía í Miðausturlöndum er almennt litið svo á að dauðadómurinn hafi verið pantaður af ríkisstjórn George Bush vegna þingkosninganna sem fram fóru í Bandaríkjunum á dögunum og því muni þeir rísa upp gegn þeim sem studdu dóminn.
Erlent Fréttir Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira