Sport

Strangt eftirlit með matvælum á ÓL í Peking

Svona mýs verða notaðar sem tilraunadýr fyrir matinn sem gefinn verður íþróttafólkinu sem tekur þátt á ÓL í Peking eftir tæp tvö ár.
Svona mýs verða notaðar sem tilraunadýr fyrir matinn sem gefinn verður íþróttafólkinu sem tekur þátt á ÓL í Peking eftir tæp tvö ár. AFP

Mjólk, alkahól, grænmeti, hrísgrjón, ólívolía og kryddjurtir eru á meðal þeirra matvæla sem verða gefin hvítum músum, sólarhring áður en þau eru borin fram til þeirra íþróttamanna sem taka þátt í Ólympíuleikunum í Peking árið 2008.

Undirbúningur fyrir Ólympíuleikana hefur staðið yfir síðustu ár og er nú verið að ákveða hvernig matmálstímum íþróttamanna verður háttað. Ljóst er að svokallað Ólympíuþorp mun rísa þar sem íþróttafólkið mun dvelja og er allt kapp lagt á að það verði ekki fyrir matareitrun – eins og er nokkuð algengt að fólk verði fyrir í Kína.

”Þess vegna verða langflest matvæli prófuð á músum áður en þau verða gefin íþróttafólkinu. Mýs bregðast við matareitrun á innan 17 klukkustundum eftir að þeim er gefin maturinn og því munum við ávallt vita hvort að maturinn sé skemmtur,” segir Zhao Xinsheng, yfirmaður heilsumála hjá Ólympíunefndinni í Peking.

Fréttir af matareitrun berast daglega frá Kína og er skemmst að minnast uppákomunar sem varð í grunnskóla í Suður-Kína í síðasta mánuði þegar 200 krakkar urðu alvarlega veikir eftir að hafa neytt matarins í mötuneyti skólans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×