Ódæðismaðurinn sem myrti þrjá úr fjölskyldu sinni í Noregi í gær ræddi við einn ættingja sinn í síma rétt áður en hann svipti sig lífi. Norska lögreglan upplýsti þetta í morgun. Ekki fæst þó gefið upp hvern hann ræddi við eða um hvað.
Fórnarlömb mannsins voru faðir hans, sambýliskona og fjórtán ára sonur. Barnsmóðir mannsins og maður hennar liggja þungt haldin á sjúkrahúsi eftir árás mannsins.
Að sögn lögreglu mun ódæðismaðurinn aldrei fyrr hafa komist í kast við lögin.