Enski boltinn

Wenger óánægður með varnarleikinn

Arsene Wenger hefur átt betri daga hjá Arsenal en þá sem hann hefur upplifað síðustu vikur.
Arsene Wenger hefur átt betri daga hjá Arsenal en þá sem hann hefur upplifað síðustu vikur. Getty Images

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, kennir slökum varnarleik sinna manna um jafnteflið gegn Newcastle í dag. Enn einu sinni voru leikmenn Arsenal með skelfilega nýtingu í sókninni.

"Newcastle kom í leikinn til að verjast og gerði það mjög vel. Við gerðum það hins vegar ekki, fengum á okkur vont mark í fyrri hálfleik og eftir það vissi ég að þetta yrði okkur erfitt. Við megum ekki gefa svona mörk," sagði Wenger um mark Kieron Dyer sem kom úr skyndisókn.

Wenger vildi hvíla Thierry Henry í leiknum og lét hann byrja á bekknum en stjörnuleikmaðurinn kom síðan inn á í hálfleik og bjargaði því sem bjargað varð. Wenger sagði ástæðuna fyrir bekkjarsetu Henry vera sú að hann lék 90 mínútur með franska landsliðinu á miðvikudag. Wenger notaði tækifærið og baunaði á franska landsliðsþjálfarann.

"Ég vill þakka honum formlega fyrir að hafa látið hann spila allan leikinn," sagði Wenger ómyrkur í máli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×