Sport

Federer hafði betur í uppgjöri

Roger Federer er óumdeilanlega besti tennispilari heims um þessar mundir. Hér fagnar hann sigrinum gegn Rafael Nadal í dag.
Roger Federer er óumdeilanlega besti tennispilari heims um þessar mundir. Hér fagnar hann sigrinum gegn Rafael Nadal í dag. Getty Images

Svisslendingurinn Roger Federer sigraði Rafael Nadal frá Spáni í uppgjöri tveggja bestu tennisspilara heims á Meistaramótinu í Shanghai í dag. Federer sigraði í tveimur lotum, 6-4 og 7-5, og tryggði sér þannig sæti í úrslitum mótsins fjórða árið í röð.

Í úrslitunum mætir Federer annaðhvort David Nalbandian eða James Blake en þeir mætast síðar í dag.

Þetta var önnur viðureignin í röð sem Federer sigrar gegn Nadal en þar áður hafði Spánverjiinn haft gott tak á Svisslendingnum og unnið alls fimm sinnum í röð. Federer þykir afar sigurstranglegur á mótinu en af 96 viðureignum hans á árinu hefur hann unnið 91.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×