Enski boltinn

Gengið frá kaupunum á mánudag

Eggert Magnússon mun væntanlega brosa breitt þegar hann skrifar undir kaupin á West Ham á mánudag.
Eggert Magnússon mun væntanlega brosa breitt þegar hann skrifar undir kaupin á West Ham á mánudag.

Fjárfestingarhópur Eggerts Magnússonar mun ganga formlega frá kaupum á West á mánudag, að því er breska blaðið Independent heldur fram í morgun. Eggert verður stjórnarformaður, Björgólfur Guðmundsson verður ekki í stjórn og Argentínumennirnir Javier Mascherano og Carlos Tevez fara frá félaginu.

Þetta allt og meira til kemur fram í stórri fréttaskýringu Independent en hingað til hafa fregnir blaðsins af málinu reynst réttar og svo virðist sem að það hafi hátt settan heimildamann hjá West Ham innan sinna raða.

Sagt er að heildarkaupverðið á West Ham sé 98 milljónir punda og mun Terrence Brown, núverandi stjórnarformaður, vera gerður að heiðursforseta félagsins. Stjórinn Alan Pardew mun halda starfi sínu, eins og áður hefur verið sagt frá, en hefði hinn íranski Kia Joorabchian keypt félagið hefði hann án efa verið rekinn.

Talið er að kaup Eggerts muni án efa marka endalok Argentínumannana Carlos Tevez og Javier Mascherano hjá West Ham en þeir voru fengnir til félagsins að miklu leyti í gegnum Joorabchian. Þeir verða líklega seldir um leið og félagsskiptaglugginn opnar eftir áramót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×