Erlent

Reynt að stilla til friðar á Tonga

Óeirðir í Nuku'Alofa, höfuðborg Kyrrahafseyjunnar Tonga.
Óeirðir í Nuku'Alofa, höfuðborg Kyrrahafseyjunnar Tonga. MYND/AP

Her- og lögreglumenn frá Nýja Sjálandi eru komnir til Kyrrahafseyjunnar Tonga þar sem til harðra átaka hefur komið síðustu daga. Átta hafa týnt lífi og óeirðaseggir hafa lagt nærri allt viðskiptahverfi höfuðborgarinnar, Nuku'Alofa, í rúst. Allt var þó með kyrrum kjörum á eyjunni í morgun.

Til átaka kom þegar útlit var fyrir að þing landsins myndi fara í frí án þess að samþykkja breytingar á lögum sem tryggi það að kjörnir fulltrúar verði fleiri á þingi en þeir sem konungur skipar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×