Erlent

Ætla að leysa hnútinn

George Bush, Bandaríkjaforseti, og Nguyen Minh Triet, forsætisráðherra Víetnams, í Hanoi í gær.
George Bush, Bandaríkjaforseti, og Nguyen Minh Triet, forsætisráðherra Víetnams, í Hanoi í gær. MYND/AP

Leiðtogar Asíu- og Kyrrahafsríkja ætla að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að leysa þann hnút sem viðræður um alþjóðlegan viðskiptasamning eru komnar í. Þetta kom fram í morgun á leiðtogafundi Samtaka Asíu- og Kyrrahafsríkja sem nú er haldinn í Hanoi í Víetnam.

Leiðtogar þeirra ríkja sem sækja fundinn ætla að taka virkan þátt í viðræðuferlinu til að tryggja að niðurstaða fáist eftir að viðræðum var frestað fyrr á árinu án þess að niðurstaða fengist. Þetta þýðir að leiðtogar stærri ríkja á svæðinu eru tilbúnir til að draga úr stuðningi við landbúnað í löndum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×