Írak að sundrast 17. nóvember 2006 19:00 Fyrrverandi forsætisráðherra Íraks óttast það að heimaland hans sé við það að sundrast. Ástandið segir hann þó verða verra ef ákveðið verði að skipta landinu milli trúar- og þjóðarbrota. Hann segir ótal mistök hafa verið gerð í Írak frá því ráðist var inn í landið fyrir um þremur og hálfu ári. Ástandið í Írak nú er af mörgum sérfræðingum talið enn verra en það var fyrir innrásina í mars 2003. Síðan þá hafa blossað upp blóðug átök trúarbrota. Ofbeldisverk hvers konar og mannrán hafa verið tíð í Írak síðustu misseri og bitna þau bæði á útlendingum og almennum íröskum borgurum. Rúmlega tvö hundruð útlendingum hefur verið rænt frá innrásinni og mörg þúsund Írökum. Sextíu útlendir gíslar hafa verið teknir af lífi. Rúmlega 3.000 erlendir hermenn, langflestir bandarískir, hafa fallið í Írak og allt að 6.000 íraskir. Talið er að á bilinu 47 til 52 þúsund almennir borgarar hafi týnt lífi í átökum og árásum í Írak en óttast er að fleiri hafi í reynd fallið. Ayad Allawi tók fyrstu við embætti forsætisráðherra í Írak eftir að Saddam Hússein, fyrrverandi forseta, var steypt af stóli. Han segir ótal afdrifarík mistök hafa verið gerð í Írak. Innviðir hafi verið teknir í sundur og á hann þar við öryggislögreglu, dómskerfið, ríkisstofnanir og fleira. Baath-flokkur Saddams hafi verið leystur upp - skrifræði liðsmanna hans uppræt. Allawi segir að oftast sé haldið í innviði samfélaga við uppbyggingu eins og þá sem nú eigi sér stað í Írak. Breska blaðið Guardian hefur fullyrt að Bush Bandaríkjaforseti áætli að senda á bilinu 20 til 30 þúsund hermenn til viðbótar til Íraks til að ljúka verkefninu þar. Hann hefur ekki staðfest þá frétt en segir margt óunnið í Írak. Almenningur geri sér svo oft vonir um skjótar og árangursríkar breytingar. Verkefnið í Írak taki lengri tíma enn. Margir demókratar á Bandaríkjaþingi telja rétt að hefja heimkvaðningu herliðs í Írak á allra næstu mánuðum. Nefnd Bandaríkjaþings um ástandið í Írak skilar niðurstöðum sínum og ráðleggingum í næsta mánuði. Formaður hennar segir engra töfralausna að vænta. Erlent Fréttir Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Innlent Fleiri fréttir Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Fyrrverandi forsætisráðherra Íraks óttast það að heimaland hans sé við það að sundrast. Ástandið segir hann þó verða verra ef ákveðið verði að skipta landinu milli trúar- og þjóðarbrota. Hann segir ótal mistök hafa verið gerð í Írak frá því ráðist var inn í landið fyrir um þremur og hálfu ári. Ástandið í Írak nú er af mörgum sérfræðingum talið enn verra en það var fyrir innrásina í mars 2003. Síðan þá hafa blossað upp blóðug átök trúarbrota. Ofbeldisverk hvers konar og mannrán hafa verið tíð í Írak síðustu misseri og bitna þau bæði á útlendingum og almennum íröskum borgurum. Rúmlega tvö hundruð útlendingum hefur verið rænt frá innrásinni og mörg þúsund Írökum. Sextíu útlendir gíslar hafa verið teknir af lífi. Rúmlega 3.000 erlendir hermenn, langflestir bandarískir, hafa fallið í Írak og allt að 6.000 íraskir. Talið er að á bilinu 47 til 52 þúsund almennir borgarar hafi týnt lífi í átökum og árásum í Írak en óttast er að fleiri hafi í reynd fallið. Ayad Allawi tók fyrstu við embætti forsætisráðherra í Írak eftir að Saddam Hússein, fyrrverandi forseta, var steypt af stóli. Han segir ótal afdrifarík mistök hafa verið gerð í Írak. Innviðir hafi verið teknir í sundur og á hann þar við öryggislögreglu, dómskerfið, ríkisstofnanir og fleira. Baath-flokkur Saddams hafi verið leystur upp - skrifræði liðsmanna hans uppræt. Allawi segir að oftast sé haldið í innviði samfélaga við uppbyggingu eins og þá sem nú eigi sér stað í Írak. Breska blaðið Guardian hefur fullyrt að Bush Bandaríkjaforseti áætli að senda á bilinu 20 til 30 þúsund hermenn til viðbótar til Íraks til að ljúka verkefninu þar. Hann hefur ekki staðfest þá frétt en segir margt óunnið í Írak. Almenningur geri sér svo oft vonir um skjótar og árangursríkar breytingar. Verkefnið í Írak taki lengri tíma enn. Margir demókratar á Bandaríkjaþingi telja rétt að hefja heimkvaðningu herliðs í Írak á allra næstu mánuðum. Nefnd Bandaríkjaþings um ástandið í Írak skilar niðurstöðum sínum og ráðleggingum í næsta mánuði. Formaður hennar segir engra töfralausna að vænta.
Erlent Fréttir Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Innlent Fleiri fréttir Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Sjá meira