Erlent

Drepa 50 milljónir fugla

Talið er að um fimmtíu milljónir fugla drepist árlega við að fljúga á fjarskiptamöstur í Bandaríkjunum. Fjarskiptastofnun landsins hefur af því miklar áhyggjur og leitar leiða til þess draga úr þessum felli.

Meðal annars er verið að kanna hvort einhverskonar lýsing, til dæmis sterk blikkandi ljós, dugi til þess að vara fugla við hættunni. Það er ekki vandalaust að finna rétta lýsingu, því það þarf að taka tillit til þess að mörg stór fjarskiptamöstur eru með sérstaka lýsingu vegna flugumferðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×