Erlent

Birta myndir og nöfn barnaníðinga

Barnaverndarsamtök í Bretlandi hafa sett nöfn og myndir "týndra" barnaníðinga á vefsíðu sína, og biðja þá sem bera kennsl á þá að láta lögregluna vita þegar í stað. Þetta eru menn sem hafa afplánað refsingu sína og farið í felur.

Samkvæmt breskum lögum eiga dæmdir barnaníðingar að skrá sig og láta vita af sér reglulega, eftir að þeim hefur verið sleppt úr fangelsi. Á vefsíðunni eru gefnar nákvæmar upplýsingar um hina eftirlýstu níðinga, meðal annars hvers eðlis glæpur þeirra var.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×