Hörð átök í Austur-Kongó 16. nóvember 2006 18:45 Óeirðalögreglumenn í viðbragðsstöðu í Kinshasha, höfuðborg Austur-Kongó, í dag eftir að kjörstjórn í landinu lýsti í morgun Joseph Kabila sigurvegar í annarri umferð forsetakosninga sem haldnar voru í síðasta mánuði. Andstæðingur hans, Jean-Pierre Bemba, fyrrverandi leiðtogi uppreisnarmanna, játar sig ekki sigraðan. MYND/AP Til harðra átaka hefur komið milli stjórnarandstæðinga og lögreglu í höfuðborg Austur-Kongó í dag. Kjörstjórn landsins lýsti því yfir í morgun að Joseph Kabila, sitjandi forseti, hefði sigrað í kosningum í síðasta mánuði. Andstæðingur hans neitar að viðurkenna ósigur sinn og segir brögð hafa verið í tafli. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu kjörstjórnar hlaut Kabila rúm fimmtíu og átta prósent atkvæða en Jean-Pierre Bemba, fyrrverandi leiðtogi uppreisnarmanna, tæplega fjörutíu og tvö prósent. Endanlegar tölur verða birtar á laugardaginn og síðan staðfestir Hæstiréttur úrslitin. Kabila hefur beðið landa sína um að sýna stillingu. Bemba játar sig hins vegar ekki sigraðan og segir niðurstöðuna langt frá því endurspegla vilja þjóðarinnar og ekki í samræmi við það sem hafi verið að finna í kjörkössum eftir kosningarnar. Fjölgað var í hópi alþjóðlegra friðargæsluliða í höfuðborginni, Kinshasha, en þrátt fyrir það sauð upp úr í dag. Borgin er höfuðvígi Bemba og létu stuðningsmenn hans grjóti rigna yfir bandamenn Kabila. Lögreglan svaraði að mikilli hörku og náðust myndir af því þegar lögreglumenn afklæddu unga konu og beittu hana ofbeldi. Vonir höfðu verið bundnar við að sættir tækjust í landinu eftir kosningarnar, þær fyrstu í Austur-Kongó í rúma fjóra áratugi. Laurent Kabila, faðir núverandi forseta, kom einræðisherranum Mobutu Sese Seko frá völdum árið 1997. Kabila eldri var síðan ráðinn af dögum 2001. Ári síðar var samið um vopnahlé í landinu og var litið á kosningarnar í ár sem endahnútinn á því ferli. Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ Sjá meira
Til harðra átaka hefur komið milli stjórnarandstæðinga og lögreglu í höfuðborg Austur-Kongó í dag. Kjörstjórn landsins lýsti því yfir í morgun að Joseph Kabila, sitjandi forseti, hefði sigrað í kosningum í síðasta mánuði. Andstæðingur hans neitar að viðurkenna ósigur sinn og segir brögð hafa verið í tafli. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu kjörstjórnar hlaut Kabila rúm fimmtíu og átta prósent atkvæða en Jean-Pierre Bemba, fyrrverandi leiðtogi uppreisnarmanna, tæplega fjörutíu og tvö prósent. Endanlegar tölur verða birtar á laugardaginn og síðan staðfestir Hæstiréttur úrslitin. Kabila hefur beðið landa sína um að sýna stillingu. Bemba játar sig hins vegar ekki sigraðan og segir niðurstöðuna langt frá því endurspegla vilja þjóðarinnar og ekki í samræmi við það sem hafi verið að finna í kjörkössum eftir kosningarnar. Fjölgað var í hópi alþjóðlegra friðargæsluliða í höfuðborginni, Kinshasha, en þrátt fyrir það sauð upp úr í dag. Borgin er höfuðvígi Bemba og létu stuðningsmenn hans grjóti rigna yfir bandamenn Kabila. Lögreglan svaraði að mikilli hörku og náðust myndir af því þegar lögreglumenn afklæddu unga konu og beittu hana ofbeldi. Vonir höfðu verið bundnar við að sættir tækjust í landinu eftir kosningarnar, þær fyrstu í Austur-Kongó í rúma fjóra áratugi. Laurent Kabila, faðir núverandi forseta, kom einræðisherranum Mobutu Sese Seko frá völdum árið 1997. Kabila eldri var síðan ráðinn af dögum 2001. Ári síðar var samið um vopnahlé í landinu og var litið á kosningarnar í ár sem endahnútinn á því ferli.
Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ Sjá meira