Runólfur segir upp störfum á Bifröst 16. nóvember 2006 13:36 Runólfur Ágústsson, rektor Háskólans á Bifröst, hefur sagt upp störfum. Í yfirlýsingu sem Runólfur sendi frá sér í dag, segir hann að ófriðurinn sem ríkt hafi á Bifröst að undanförnu hafi truflað bæði nemendur og starfsfólk og að auki valdið honum sjálfum skaða. Runólfur segir starfi sínu lausu frá og með 1. desember næstkomandi. Um sjötíu prósent nemenda og starfsfólks í Háskólanum á Bifröst lýstu í gær yfir stuðningi við Runólf. Atkvæðagreiðslan fór fram á fundi, sem haldinn var á háskólasvæðinu á Bifröst, vegna óánægju sem verið hefur innan skólans með störf rektors. Rektor hefur verið sakaður um meint embættisafglöp, óeðlileg samskipti við nemendur og samneyti við nemendur. Bryndís Hlöðversdóttir, aðstoðarrektor, tekur tímabundið við starfi rektors frá 1. desember og þar til nýr rektor hefur verið ráðinn. Yfirlýsing Runólfs í heild sinni: „Sá ófriður sem ríkt hefur í skólahaldi á Bifröst að undanförnu hefur truflað bæði nemendur og starfsfólk og að auki valdið skólanum sjálfum skaða. Enda þótt spjótum sé beint að mér einum, og nánast eingöngu vegna persónulegra mála en ekki málefna skólans, bitnar þessi aðför einnig á fjölskyldu minni, nánum vinum og samstarfsmönnum. Ég hef undanfarin sjö ár gefið þessum skóla allt mitt líf, allan minn tíma og alla mína orku. Einkalíf mitt get ég hins vegar ekki gefið. Ég hef því tekið ákvörðun um að segja upp starfi mínu sem rektor skólans frá og með 1. desember næstkomandi. Þetta geri ég þrátt fyrir að njóta óskoraðs stuðnings háskólastjórnar til minna starfa, sem og háskólasamfélagsins á Bifröst. Á fjölmennum fundi í gær tók ég þá djörfu ákvörðun að bera störf mín og hæfi undir atkvæði nemenda og starfsfólks þar sem hátt á þriðja hundrað manns tóku afstöðu. Mikill meirihluti þeirra lýsti yfir stuðningi við mig sem ég met mikils og er þakklátur fyrir. Átökum innan skólans þarf hins vegar að linna tafarlaust svo skólahald geti orðið með eðlilegum hætti. Ég lít hreykinn um öxl til þeirrar miklu uppbyggingar sem átt hefur sér stað á Bifröst í rektorstíð minni. Ég óska starfsfólki og nemendum skólans velfarnaðar og læt í ljós þá von að Háskólinn á Bifröst eigi eftir að halda áfram að vaxa og dafna um langa framtíð." Fréttir Innlent Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við umferðarljósum langþreyttra íbúa Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Sjá meira
Runólfur Ágústsson, rektor Háskólans á Bifröst, hefur sagt upp störfum. Í yfirlýsingu sem Runólfur sendi frá sér í dag, segir hann að ófriðurinn sem ríkt hafi á Bifröst að undanförnu hafi truflað bæði nemendur og starfsfólk og að auki valdið honum sjálfum skaða. Runólfur segir starfi sínu lausu frá og með 1. desember næstkomandi. Um sjötíu prósent nemenda og starfsfólks í Háskólanum á Bifröst lýstu í gær yfir stuðningi við Runólf. Atkvæðagreiðslan fór fram á fundi, sem haldinn var á háskólasvæðinu á Bifröst, vegna óánægju sem verið hefur innan skólans með störf rektors. Rektor hefur verið sakaður um meint embættisafglöp, óeðlileg samskipti við nemendur og samneyti við nemendur. Bryndís Hlöðversdóttir, aðstoðarrektor, tekur tímabundið við starfi rektors frá 1. desember og þar til nýr rektor hefur verið ráðinn. Yfirlýsing Runólfs í heild sinni: „Sá ófriður sem ríkt hefur í skólahaldi á Bifröst að undanförnu hefur truflað bæði nemendur og starfsfólk og að auki valdið skólanum sjálfum skaða. Enda þótt spjótum sé beint að mér einum, og nánast eingöngu vegna persónulegra mála en ekki málefna skólans, bitnar þessi aðför einnig á fjölskyldu minni, nánum vinum og samstarfsmönnum. Ég hef undanfarin sjö ár gefið þessum skóla allt mitt líf, allan minn tíma og alla mína orku. Einkalíf mitt get ég hins vegar ekki gefið. Ég hef því tekið ákvörðun um að segja upp starfi mínu sem rektor skólans frá og með 1. desember næstkomandi. Þetta geri ég þrátt fyrir að njóta óskoraðs stuðnings háskólastjórnar til minna starfa, sem og háskólasamfélagsins á Bifröst. Á fjölmennum fundi í gær tók ég þá djörfu ákvörðun að bera störf mín og hæfi undir atkvæði nemenda og starfsfólks þar sem hátt á þriðja hundrað manns tóku afstöðu. Mikill meirihluti þeirra lýsti yfir stuðningi við mig sem ég met mikils og er þakklátur fyrir. Átökum innan skólans þarf hins vegar að linna tafarlaust svo skólahald geti orðið með eðlilegum hætti. Ég lít hreykinn um öxl til þeirrar miklu uppbyggingar sem átt hefur sér stað á Bifröst í rektorstíð minni. Ég óska starfsfólki og nemendum skólans velfarnaðar og læt í ljós þá von að Háskólinn á Bifröst eigi eftir að halda áfram að vaxa og dafna um langa framtíð."
Fréttir Innlent Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við umferðarljósum langþreyttra íbúa Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Sjá meira