Innlent

Bílslys undir Eyjafjöllum

Myndin er úr myndasafni.
Myndin er úr myndasafni. MYND/Kristján

Bílslys varð nú í kvöld undir Eyjafjöllum en tveir ungir Englendingar voru þar á ferð. Flughálka var á staðnum og misstu þeir stjórn á bílnum þar sem þeir komu að brúnni yfir Holtsá. Fór bíllinn yfir varnargarð og út í ánna og er hann talinn gjörónýtur. Mennirnir tveir skárust tölvuvert á höfði en annars er líðan þeirra góð eftir atvikum.

Talið er að mun verra hefði farið ef þeir hefðu ekki verið í bílbeltum. Bíllinn var mjög illa farinn og opinn og haldið er að þeir hefðu kastast úr honum ef þeir hefðu ekki verið í beltunum. Vegfarandi kom fljótlega að þeim og um leið sjúkrabíll á leið til Hvolsvallar. Með honum var læknir sem hlúði að mönnunum en síðan var kallað á annan sjúkrabíl sem kom frá Reykjavík og sótti þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×