Sport

Loeb verður ekki með í Wales

AFP

Þrefaldi heimsmeistarinn í rallakstri, Frakkinn Sebastien Loeb, ætlar ekki að keppa í Bretlandsrallinu sem fram fer í Wales í næsta mánuði. Loeb handleggsbrotnaði í reiðhjólaslysi í september og hefur ekki ekið síðan, en hann tryggði sér samt titilinn eftir að hafa náð góðu forskoti á Marcus Grönholm og ætlar því ekki að taka áhættu á að meiða sig frekar.

"Ég verð að öllum líkindum ekki með í Wales af því það er ekkert sérstakt í húfi fyrir mig í því ralli. Allir þeir læknar sem ég hef ráðfært mig við hafa ráðlagt mér að taka því frekar rólega svo ég geti jafnað mig að fullu - en það á að taka þrjá mánuði. Ég vil ekki eiga á hættu að lenda í óhappi og þurfa að byrja endurhæfinguna upp á nýtt," sagði þessi magnaði ökuþór. Fyrsta keppnin á næsta tímabili fer fram í Monte Carlo þann 18. janúar nk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×