Innlent

Rætt um umferðaröryggi á Kjalarnesi

Alþingi.
Alþingi. MYND/Vísir

Vegargerðin mun á næstu vikum leggja fram tillögur um úrbætur til að auka umferðaröryggi á Vesturlandsvegi um Kjalarnes. Tillögurnar fela meðal annars í sér breikkun vegarins á köflum. Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, lýsti þessu yfir þegar rætt var um umferðaröryggi á Kjalarnesi í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.

Guðjón Ólafur Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, vakti athygli á málinu og sagði að ellefu banaslys hefðu orðið á Kjalarnesi á síðustu átta árunum. Sturla sagði að einnig yrðu gerðar úrbætur á gatnamótum Vesturlandsvegar og Þingvallaleiðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×