Erlent

Fullyrðir að ráðist verði á Íran

Sendiherra Ísraels, í Bandaríkjunum, segir að George Bush, forseti, muni ekki hika við að beita hervaldi ef ekkert annað dugi til þess að fá Írana ofan af því að smíða kjarnorkusprengjur.

Danny Ayalon hefur verið sendiherra Ísraels í Bandaríkjunum í rúm fjögur ár, en er nú á heimleið. Hann segir að hann þekki Bush vel persónulega og sé ekki í vafa um staðfestu hans. Sendiherrann segir að forsetinn muni fyrst reyna allar diplomatiskar leiðir. Síðan muni hann reyna refsiaðgerðir. En ef þær dugi ekki heldur muni hann beita hervaldi.

Aðspurður um hvort Bandaríkin væru í hernaðarlegri aðstöðu til þess, með hersveitir bæði í Írak og Afganistan, sagði sendiherrann að þetta yrðu allt öðruvísi aðgerðir. Það yrðu gerðar loftárásir, en hersveitum á landi aðeins beitt í mjög takmörkuðum mæli og til skamms tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×