Lögreglumanni á Akureyri hótað lífláti 14. nóvember 2006 21:57 Lögreglumenn að störfum í miðbæ Reykjavíkur. Myndin er úr myndasafni. MYND/Haraldur "Ég ætla að drepa þig og fjölskyldu þína". Þannig hljóðaði morðhótun sem lögreglumaður á Akureyri fékk í dag. "Hvítu fíkniefnin" svokölluðu ógna öryggi lögreglumanna sem aldrei fyrr. Héraðsdómur Norðurlands-Eystra dæmdi í gær mann í ársfangelsi eftir að hann réðist á lögreglumann og veitti honum áverka í andliti. Við fyrstu sýn er þetta óvenju þungur dómur en það skýrist á því að maðurinn rauf skilorð og var auk þess dæmdur fyrir fíkniefnabrot. Hann var á amfetamíni þegar árásin var gerð og hefur stóraukinn innflutningur á "Hvítu efnunum" svokölluðu skapað aukna hættu fyrir lögreglumenn að sögn yfirlögregluþjóns á Akureyri. Daníel Guðjónsson yfirlögregluþjónn á Akureyri sagði að það væri ekki nokkur vafi á því að þegar þau fóru að aukast þá breyttist framkoma þeirra sem lögreglan hafði afskipti af og varð miklu illvígari. Tók hann fram að í þessari sömu könnun sem er vísað til, sem var gerð af félagsvísindastofnun Háskólans, þá hafði yfir 40% af fjölskyldum lögreglumanna orðið fyrir hótunum beinlínis vegna starfs lögreglumannsins. Tveir þriðju lögreglumanna verða fyrir aðkasti samkvæmt könnun. Annar hver lögreglumaður sætir líkamlegri árás einhvern tíman á starfsferlinum. Daníel sagði ennfremur að í könnun sem var gerð 2004 kom í ljós að yfir 50% lögreglumanna hafa orðið fyrir líkamsárás í starfi. Á þeim stutta tíma sem að fréttastofa staldraði við á lögreglustöðinni á Akureyri fékk einn lögreglumaðurinn tvö sms þar sem honum og fjölskyldu var hótað lífláti. Fyrra sms-ið var á þessa leið: U ert ogedsleg hora og eg ona ad u munir deyja annars drep eg tig helvitis loggu drusla. Og til að hnykkja á fyrri boðum var sent annað sms sem hljómaði svona: eg vona ad u og bornin thin drepist. Með hagsmuni fjölskyldumeðlima í huga vildi lögreglumaðurinn ekki koma fram í fréttinni en viðurkenndi að sér væri brugðið og hygðist hann kæra hótunina. Mörg dæmi eru um að fjölskyldum lögreglumanna sé hótað beint. Lögreglan telur að kerfið virki ekki sem skyldi þar sem dómur fellur aðeins í um 10% mála sem kærð eru en von er á úrbótum sem munu bæta starfsumhverfi þeirra. Daníel taldi hinsvegar að brátt yrði starfsumhverfi lögreglumanna bætt þar sem að nú sé í gangi í ráðuneytinu frumvarp sem á að gera það auðveldara fyrir lögreglumenn að ná fram rétti sínum. Og því er við þetta að bæta að lögreglumenn segja á köflum mjög erfitt sé fjölskyldunnar vegna að sinna starfinu svo vel sé. Fyrir vikið séu skilnaðir alltíðir í stéttinni. Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
"Ég ætla að drepa þig og fjölskyldu þína". Þannig hljóðaði morðhótun sem lögreglumaður á Akureyri fékk í dag. "Hvítu fíkniefnin" svokölluðu ógna öryggi lögreglumanna sem aldrei fyrr. Héraðsdómur Norðurlands-Eystra dæmdi í gær mann í ársfangelsi eftir að hann réðist á lögreglumann og veitti honum áverka í andliti. Við fyrstu sýn er þetta óvenju þungur dómur en það skýrist á því að maðurinn rauf skilorð og var auk þess dæmdur fyrir fíkniefnabrot. Hann var á amfetamíni þegar árásin var gerð og hefur stóraukinn innflutningur á "Hvítu efnunum" svokölluðu skapað aukna hættu fyrir lögreglumenn að sögn yfirlögregluþjóns á Akureyri. Daníel Guðjónsson yfirlögregluþjónn á Akureyri sagði að það væri ekki nokkur vafi á því að þegar þau fóru að aukast þá breyttist framkoma þeirra sem lögreglan hafði afskipti af og varð miklu illvígari. Tók hann fram að í þessari sömu könnun sem er vísað til, sem var gerð af félagsvísindastofnun Háskólans, þá hafði yfir 40% af fjölskyldum lögreglumanna orðið fyrir hótunum beinlínis vegna starfs lögreglumannsins. Tveir þriðju lögreglumanna verða fyrir aðkasti samkvæmt könnun. Annar hver lögreglumaður sætir líkamlegri árás einhvern tíman á starfsferlinum. Daníel sagði ennfremur að í könnun sem var gerð 2004 kom í ljós að yfir 50% lögreglumanna hafa orðið fyrir líkamsárás í starfi. Á þeim stutta tíma sem að fréttastofa staldraði við á lögreglustöðinni á Akureyri fékk einn lögreglumaðurinn tvö sms þar sem honum og fjölskyldu var hótað lífláti. Fyrra sms-ið var á þessa leið: U ert ogedsleg hora og eg ona ad u munir deyja annars drep eg tig helvitis loggu drusla. Og til að hnykkja á fyrri boðum var sent annað sms sem hljómaði svona: eg vona ad u og bornin thin drepist. Með hagsmuni fjölskyldumeðlima í huga vildi lögreglumaðurinn ekki koma fram í fréttinni en viðurkenndi að sér væri brugðið og hygðist hann kæra hótunina. Mörg dæmi eru um að fjölskyldum lögreglumanna sé hótað beint. Lögreglan telur að kerfið virki ekki sem skyldi þar sem dómur fellur aðeins í um 10% mála sem kærð eru en von er á úrbótum sem munu bæta starfsumhverfi þeirra. Daníel taldi hinsvegar að brátt yrði starfsumhverfi lögreglumanna bætt þar sem að nú sé í gangi í ráðuneytinu frumvarp sem á að gera það auðveldara fyrir lögreglumenn að ná fram rétti sínum. Og því er við þetta að bæta að lögreglumenn segja á köflum mjög erfitt sé fjölskyldunnar vegna að sinna starfinu svo vel sé. Fyrir vikið séu skilnaðir alltíðir í stéttinni.
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira