Sendiherra segir árás hafa verið mistök 14. nóvember 2006 21:11 Mótmælendur fyrir utan utanríkisráðuneytið í dag. MYND/Gunnar Utanríkisráðherra afhenti í morgun sendiherranum bréf til utanríkisráðherra Ísraels, þar sem morðum á óbreyttum borgurum á Gaza í síðustu viku var harðlega mótmælt. Það sama gerði formaður Samfylkingarinnar á snubbóttum fundi með sendiherranum á Alþingi í dag. Miryam Shomrat sendiherra Ísraels á Íslandi með aðsetur í Osló, er hér í þriggja daga heimsókn. Í morgun kom hún til fundar við Valgerði Sverrisdóttur, utanríkisráðherra, þar sem mótmælendur hugðust afhenda henni mótmælabréf. Tæplega 100 mannsvoru mætt hér fyrir utanríkisráðuneytið í morgun til að mótmæla framferði Ísraelshers í Palestínu. Skilboð þeirra sem voru að mótmæla hér voru öll þau sömu, að Ísraelsmenn ættu að hypja sig frá herteknu svæðunum. Sendiherrann var hins vegar komin í ráðuneytið á undan mótmælendum og fór þaðan út um bakdyr, þannig að mótmælendur náðu aldrei að afhenda henni mótmæli sín. Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins Ísland-Palestína sagði: Það er mjög mikilvægt að hún átti sig á því að þegar hún kemur hingað í kjölfar þessara óhugnalegu blóðbaða og er vafalítið samkvæmt sínu starfsumboði að útskýra og réttlæta gerðir Ísraelshers, þar á meðal fjöldamorðið núna á Gaza, Þá er mjög mikilvægt að hún fái það að heyra og hennar yfirboðarar að Íslendingar hafi ekkert við Ísraelsstjórn að tala. Utanríkisráðherra afhenti sendiherranum bréf til utanríkisráðherra Ísraels. Valgerður sagði að þar kæmi fram að íslensk stjórnvöld fordæma árás Ísraelshers á íbúðarhverfi á Gaza nýlega þar sem að óbreyttir borgarar létu lífið, þar á meðal konur og börn. Valgerður segist jafnframt hafa sagt sendiherranum að íslensk stjórnvöld viðurkenndu rétt Ísraela til að verja sig samkvæmt alþjóðalögum. En að aðgerðir Ísraelshers á Gaza hefðu einungis orðið til þess að hella olíu á eldinn. Valgerður sagði ennfremur að Ísraelar héldu því fram að þarna hefði verið um svokölluð tæknileg mistök að ræða, eins langt eins og það nær að skýra hlutina með þeim hætti - HMP: Finnst þér þessar skýringar trúverðugar, að þarna hafi tæknileg mistök verið á ferðinni - Mér finnst óskaplega erfitt, eins og ég sagði henni, að tala um hluti sem þessa sem tæknileg mistök, svona alvarlega hluti. En ég get ekki neitað því að hún fari þar með rétt mál. Það vissulega er notuð tækni við árásir sem þessar og þar af leiðandi geta átt sér stað mistök við þá notkun á tækninni en mér finnst ekki að það sé nein afsökun en þetta getur verið útskýring. Aðspurð sagði sendiherrann að viðbrögð íslenska utanríkisráðherrans hefðu ekki komið sér á óvart. Hún sagði að Ísraelsmenn hefðu tekið því mjög alvarlega sem gerðist í Beit Hanoun og skildu að vinir þeirra litu atvikið alvarlegum augum. Hún lagði samt áherslu á að gagnstætt því sem haldið er fram og gagnstætt því sem Palestínumenn gera, að ráðast af ásettu ráði á ísraelska borgara, réðist ísraelski herinn ekki viljandi á palestínska borgara og sagði síðan að þetta hefðu verið mistök. Ennfremur tók hún fram að mistökin hefðu ekki verið af mannlegum toga, heldur hefðu rafeindatæki bilað. Sendiherrann átti einnig fundi með forseta Alþingis og formanni Samfylkingarinnar í dag. Við greinum nánar frá heimsókn sendiherrans í Íslandi í dag hér rétt á eftir og birtum þá ítarlegri viðtöl við sendiherrann, íslenska stjórnmálamenn og mótmælendur. Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Utanríkisráðherra afhenti í morgun sendiherranum bréf til utanríkisráðherra Ísraels, þar sem morðum á óbreyttum borgurum á Gaza í síðustu viku var harðlega mótmælt. Það sama gerði formaður Samfylkingarinnar á snubbóttum fundi með sendiherranum á Alþingi í dag. Miryam Shomrat sendiherra Ísraels á Íslandi með aðsetur í Osló, er hér í þriggja daga heimsókn. Í morgun kom hún til fundar við Valgerði Sverrisdóttur, utanríkisráðherra, þar sem mótmælendur hugðust afhenda henni mótmælabréf. Tæplega 100 mannsvoru mætt hér fyrir utanríkisráðuneytið í morgun til að mótmæla framferði Ísraelshers í Palestínu. Skilboð þeirra sem voru að mótmæla hér voru öll þau sömu, að Ísraelsmenn ættu að hypja sig frá herteknu svæðunum. Sendiherrann var hins vegar komin í ráðuneytið á undan mótmælendum og fór þaðan út um bakdyr, þannig að mótmælendur náðu aldrei að afhenda henni mótmæli sín. Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins Ísland-Palestína sagði: Það er mjög mikilvægt að hún átti sig á því að þegar hún kemur hingað í kjölfar þessara óhugnalegu blóðbaða og er vafalítið samkvæmt sínu starfsumboði að útskýra og réttlæta gerðir Ísraelshers, þar á meðal fjöldamorðið núna á Gaza, Þá er mjög mikilvægt að hún fái það að heyra og hennar yfirboðarar að Íslendingar hafi ekkert við Ísraelsstjórn að tala. Utanríkisráðherra afhenti sendiherranum bréf til utanríkisráðherra Ísraels. Valgerður sagði að þar kæmi fram að íslensk stjórnvöld fordæma árás Ísraelshers á íbúðarhverfi á Gaza nýlega þar sem að óbreyttir borgarar létu lífið, þar á meðal konur og börn. Valgerður segist jafnframt hafa sagt sendiherranum að íslensk stjórnvöld viðurkenndu rétt Ísraela til að verja sig samkvæmt alþjóðalögum. En að aðgerðir Ísraelshers á Gaza hefðu einungis orðið til þess að hella olíu á eldinn. Valgerður sagði ennfremur að Ísraelar héldu því fram að þarna hefði verið um svokölluð tæknileg mistök að ræða, eins langt eins og það nær að skýra hlutina með þeim hætti - HMP: Finnst þér þessar skýringar trúverðugar, að þarna hafi tæknileg mistök verið á ferðinni - Mér finnst óskaplega erfitt, eins og ég sagði henni, að tala um hluti sem þessa sem tæknileg mistök, svona alvarlega hluti. En ég get ekki neitað því að hún fari þar með rétt mál. Það vissulega er notuð tækni við árásir sem þessar og þar af leiðandi geta átt sér stað mistök við þá notkun á tækninni en mér finnst ekki að það sé nein afsökun en þetta getur verið útskýring. Aðspurð sagði sendiherrann að viðbrögð íslenska utanríkisráðherrans hefðu ekki komið sér á óvart. Hún sagði að Ísraelsmenn hefðu tekið því mjög alvarlega sem gerðist í Beit Hanoun og skildu að vinir þeirra litu atvikið alvarlegum augum. Hún lagði samt áherslu á að gagnstætt því sem haldið er fram og gagnstætt því sem Palestínumenn gera, að ráðast af ásettu ráði á ísraelska borgara, réðist ísraelski herinn ekki viljandi á palestínska borgara og sagði síðan að þetta hefðu verið mistök. Ennfremur tók hún fram að mistökin hefðu ekki verið af mannlegum toga, heldur hefðu rafeindatæki bilað. Sendiherrann átti einnig fundi með forseta Alþingis og formanni Samfylkingarinnar í dag. Við greinum nánar frá heimsókn sendiherrans í Íslandi í dag hér rétt á eftir og birtum þá ítarlegri viðtöl við sendiherrann, íslenska stjórnmálamenn og mótmælendur.
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira