Innlent

Stjórn Samtaka iðnaðarins sendir frá sér tilkynningu vegna kaupa Íslandspósts hf. á Samskiptum ehf.

Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. MYND/Stefán

Stjórn Samtaka iðnaðarins sendi í dag frá sér tilkynningu vegna kaupa Íslandspósts hf. á Samskiptum ehf. Segir í tilkynningunni að stjórnin ítreki þá stefnu sína að ríkið eigi að draga sig af markaði þar sem rekstur er allt eins vel eða betur kominn í höndum einkaaðila.

Í tilkynningunni segir að kaupin séu í skýrri andstöðu við Útvistunarstefnu ríkisins sem fjármálaráðuneytið gaf út í júní sl. og markaða stefnu ríkisstjórnarinnar um sölu ríkisfyrirtækja á samkeppnismarkaði.

Einnig kemur fram að Samtök iðnaðarins hafi margoft varað við vaxandi tilhneigingu til aukinnar ríkisvæðingar. Ein birtingarmynd hennar sé sú að ríkisfyrirtæki, sem breytt hefur verið í hlutafélög en eru að fullu í eigu ríkisins og njóta jafnvel sérréttinda eða einkaleyfa að lögum, færa út kvíarnar og sækja inn á ný svið t.d. með því að kaupa starfandi fyrirtæki á markaði. Kaup ríkisfyrirtækja á einkafyrirtækjum með þessum hætti eru því til þess fallin að raska eðlilegri samkeppni og að við því verði að sporna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×