Innlent

365 mótmæla frumvarpi um Ríkisútvarpið

Ari Edwald, forstjóri 365.
Ari Edwald, forstjóri 365. MYND/Vísir

Fjölmiðlafyrirtækið 365 mótmælir frumvarpi um Ríkisútvarpið sem lagt hefur verið fyrir Alþingi. 365 rekur meðal annars NFS. Í formlegri umsögn um frumvarp til laga um Ríkisútvarpið sem 365 hefur sent Alþingi segir meðal annars að með lögfestingu frumvarpsins telji 365 að enn frekar verði aukið á forskot RÚV á íslenskum markaði ljósvakamiðla og um leið vegið að starfsemi einkarekinna fjölmiðla. Að mati 365 er sú stefna í "hróplegu ósamræmi við þjóðfélagsstrauma í íslensku samfélagi og þau sjónarmið um jafnræði sem sífellt hafa fengið meira vægi, m.a. í löggjöf og samningum sem Ísland á aðild að.

Umsögn 365 um lögin í heild sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×