Innlent

Akureyrarbær styrkir Flugsafn Íslands

Frá undirritun.
Frá undirritun. MYND/Akureyrarbær

Akureyrarbær og Flugsafn Íslands hafa skrifað undir samning um framlag bæjarins til byggingar safnahúss undir starfsemi safnsins.

Flugsafn Íslands áformar að byggja tæplega tvöþúsund og tvöhundruð fermetra safnahús undir starfsemi sína. Talið er að kostnaður við húsið verði 140 milljónir króna. Akureyrarbær styrkir framkvæmdina með framlagi sem nemur um þriðjungi áætlaðs byggingakostnaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×