Innlent

Rannsakað sem manndráp af gáleysi

Banaslysið á Reykjanesbraut á laugardagskvöld er rannsakað sem manndráp af gáleysi. Mennirnir tveir sem komust lífs af úr slysinu hafa verið úrskurðaðir í farbann til nóvemberloka og hafa réttarstöðu sakborninga.

Óljóst er hver þremenninganna ók bílnum en víst er talið að ökumaðurinn hafi verið ölvaður. Þá er grunur um að bílbelti hafi ekki verið notuð og að ekið hafi verið hraðar en leyfilegt er á Reykjanesbrautinni innan bæjarmarka. Hámarkshraði, þar sem slysið varð, er sjötíu kílómetrar á klukkustund, en leiðbeinandi hraði vegna vegaframkvæmda er fimmtíu kílómetrar á klukkustund. Rannsókn lögreglu beinist einnig að því hvort vegamerkingum hafi verið ábótavant.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×