Erlent

Bandarískir ráðamenn segja dómsyfirvöld ekki hafa lögsögu yfir Guantanamo fangelsinu

George W. Bush hefur sætt mikilli gagnrýni vegna meðferðar Bandaríkjanna á föngum í fangelsinu í Guantanamo.
George W. Bush hefur sætt mikilli gagnrýni vegna meðferðar Bandaríkjanna á föngum í fangelsinu í Guantanamo. MYND/AP

Talsmenn ríkisstjórnar George W. Bush sögðu í dag að vísa yrði frá þeim málum sem fangar í Guantanamo hafa höfðað gegn bandarískum stjórnvöldum. Föngunum hefur flestum verið haldið þar án þess að þeir hafi verið ákærðir fyrir nokkuð.

Samkvæmt nýjum hryðjuverkalögum sem að George W. Bush undirritaði í síðasta mánuði hafa fangar í Guantanamo engan rétt til þess að fara í mál vegna veru þeirra þar. Nær allir sem eru þar hefur verið haldið án ákæru í lengri tíma, sem samkvæmt venjulegum bandarískum lögum, er ólöglegt.

Lögin sem um ræðir voru sett eftir að hæstaréttardómur kvað á um að Bandaríkjastjórn hefði engan rétt til þess að fangelsa fólk um óákveðin tíma, þó svo þeim væri ekki haldið á bandarísku yfirráðasvæði. Búast má við því að úrskurður falli í þessu máli í lok þessa árs eða snemma á því næsta og að úrskurðinum verði síðan vísað til hæstaréttar til þess að skera úr um hvort að hin nýju hryðjuverkalög stangist á við bandarísku stjórnarskránna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×