Innlent

Vitlaust veður á Skagaströnd

Bátar slitnuðu upp í dag í Skagastrandarhöfn.
Bátar slitnuðu upp í dag í Skagastrandarhöfn. MYND/Árni

Vitlaust veður er á Skagaströnd núna og er búist við skemmdum á skemmu þar í bæ. Einnig hafa stillasar fokið og bátar slitnað upp. Björgunarsveitarmenn eru að störfum á svæðinu og segja þeir að ekkert ferðaveður sé á þessum slóðum.

Vindhraðinn stendur að sögn í um 25 m/s og fer upp í 44 m/s í hviðum. Veðrið er meira að segja það slæmt að toppurinn fauk af einkabíl eins björgunarsveitamanns sem er þar að störfum.

Lögreglan á Blönduósi segir veður vera slæmt og lausamuni vera að fjúka um bæinn. Þó hefur björgunarsveit ekki verið kölluð út til þess að aðstoða þar sem fólk hefur tekið það til sín að koma lausahlutum vel fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×