Erlent

Íranir virða hótanir um efnahagsþvinganir að vettugi

Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, ætlar sér að halda áfram að auðga úran þrátt fyrir hótanir um efnahagsþvinganir.
Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, ætlar sér að halda áfram að auðga úran þrátt fyrir hótanir um efnahagsþvinganir. MYND/AP

Íranir ætla sér að halda áfram að auðga úran þrátt fyrir hugsanlegar refsiaðgerðir af hálfu alþjóðasamfélagsins. Þeir hafa heldur ekki enn veitt eftirlitsmönnum Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) leyfi til þess að grennslast fyrir í kjarnorkumálum þeirra.

Ný skýrsla frá IAEA er væntanlega í þessari viku og búist er við því að hún eigi eftir að halda þessu fram. Íranir segja á móti að þeir séu einungis að reyna að koma til móts við aukna raforkuþörf landsins og kalla hugsanlegar refsiaðgerðir tilraun Bandaríkjamanna til þess að hægja á efnahag landsins.

Íranir hafa hingað til aðeins framleitt nóg af auðguðu úrani til þess að hefja raforkuframleiðslu en ef þeir halda áfram á sömu braut er búist við því að þeir gætu haft efni í kjarnorkuvopn í lok ársins 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×