Erlent

Búist við að sátt náist um tilvonandi forsætisráðherra Palestínu bráðlega

Mohammad Shabir, væntanlegur forsætisráðherra Palestínu.
Mohammad Shabir, væntanlegur forsætisráðherra Palestínu. MYND/AP

Maðurinn sem Palestínumenn hafa sæst á að tilnefna sem forsætisráðherra landsins í kjölfar yfirlýsingar núverandi forsætisráðherra, Ismail Haniyeh, hefur sagt að enn hafi ekki verið talað við hann um að taka að sér embættið.

Hamas-samtökin hafa ekki viljað staðfesta tilnefningu hans en talið er að þau bíði þangað tilkynnt verði um alla þá sem tilnefndir verða í nýja ríkisstjórn Palestínu.

Maðurinn sem um ræðir heitir Mohammad Shabir og er fyrrum háskólarektor. Hann er jafnframt menntaður í Bandaríkjunum. Með því að tilnefna hann sem forsætisráðherra er talið að efnahagsþvingunum sem vestræn ríki hafa sett á Palestínu verði aflétt, í það minnsta af hluta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×