Enski boltinn

Ætlar að spila þrátt fyrir meiðsli

NordicPhotos/GettyImages

Ísraelski landsliðsmaðurinn Yossi Benayoun hjá West Ham gætti átt á hættu að lenda í ónáð hjá Alan Pardew knattspyrnustjóra, eftir að hann lýsti því yfir í dag að hann ætlaði að spila með landsliði sínu á miðvikudaginn gegn ráðleggingum lækna enska liðsins.

Benayoun fór í læknisskoðun á dögunum og leiddi hún í ljós hnémeiðsli og sögðu læknar West Ham að óráðlegt væri fyrir leikmanninn að spila landsleik Ísraela gegn Króötum. Hann ætlar hinsvegar ekki að hlusta á það.

"Ég ætla að spila þó ég finni til sársauka og þó ég sé meiddur - jafnvel þó það þýði að ég þurfi að hvíla lengi eftir leikinn," sagði Benayoun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×