Innlent

Heilbrigðisráðherra frestar ákvörðun um sólarhringsvaktir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. MYND/Róbert

Launakostnaður við bakvaktir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) er nú um 15 milljónir króna en talið er að þær verði að lágmarki um 60 milljónir ef bakvaktir verða settar á allan sólarhringinn allan ársins hring. Heilbrigðisráðherra telur því rétt að bíða með ákvörðun um sólarhringsvakt á skurðstofu HSS.

Í svari Sifjar Friðleifsdóttur, heilbrigðisráðherra, kom fram að núna standi yfir algjörar endurbætur á skurðstofu HSS og því sé eðlilegt að bíða og sjá hvernig starfsemin fari af stað í nýju umhverfi áður en vöktum verði fjölgað.

Jón Gunnarsson, sem bar upp fyrirspurnina um þetta mál á Alþingi, sagði þessi svör heilbrigðisráðherra vonbrigði þar sem þau gæfu til kynna að ekki stæði til að veita auknum fjármunum til HSS „þannig að hjá þeirri stofnun geti ríkt fullkomið öryggi, eins og hægt er, allan sólarhringinn, með því að íbúar sem leita til heilbrigðisstofnunar viti að þurfi þeir á því að halda sé skurðstofan opin og hægt að nýta hana á staðnum."

Víkurfréttir skýra frá þessu á vefsíðu sinni í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×