Við handalögmálum lá hjá farþegum 13. nóvember 2006 16:55 Svo gæti farið að Iceland Express hætti millilandaflugi til Akureyrar vegna ítrekaðra árekstra við farþega. Við handalögmálum lá í gær þegar farþegar lentu í 17 tíma hrakningum á leið til Akureyrar frá Kaupmannahöfn. Það tók farþega sem áttu pantað flug frá Kaupmannahöfn til Akureyrar í gær sautján klukkutíma að komast á áfangastað. Fyrst varð töf á Kastrup og síðan var ákveðið að lenda í Keflavík en ekki á Akureyri. Farþegarnir fóru þaðan með rútu til Akureyrar. Bjarnveig Ingvadóttir, forseti bæjarstjórnar á Dalvík, telur að félagið hafi sagt farþegum ósatt þegar sú skýring var gefin að veðurfarsaðstæður kæmu í veg fyrir lendingu á Akureyri. Upplýsingar frá flugturni bendi til annars og segir hún að upplýsingagjöf hafi verið ónóg og loforð verið svikin. Raunveruleg ástæða fyrir því að lent hafi verið í Reykjavík hafi verið sú að félagið hafi þurft að nota vélina strax í flug frá Keflavík til Lundúna og hafi legið við handalögmálum þegar ástandið var hvað verst. Bjarney segist ekki geta ímyndað sér að nokkur þessara 90 farþega muni skipta aftur við félagið. Birgir Jónsson forstjóri Iceland Express segir að ítrekuð óánægja farþega í Akureyrarfluginu kunni að verða til þess að félagið endurskoði áætlun og hætti jafnvel millilandafluginu. Eina ástæða þess að vélin lenti ekki á Akureyri sé sú að flugstjórinn hafi ekki viljað taka áhættuna vegna slæmrar veðurspár. Mun ódýrara hefði verið að lenda með farþegana á Akureyri og fljúga þaðan til Keflavíkur en gefa öllum farþegunum mat og ferja þá með rútum norður. Birgir segir furðulegt að Norðlendingar hafi ekki meira umburðarlyndi. Iceland Express hafi að sama skapi ekki efni á því ímyndarlega að lenda ítrekað í átökum við farþega. Fréttir Innlent Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Sjá meira
Svo gæti farið að Iceland Express hætti millilandaflugi til Akureyrar vegna ítrekaðra árekstra við farþega. Við handalögmálum lá í gær þegar farþegar lentu í 17 tíma hrakningum á leið til Akureyrar frá Kaupmannahöfn. Það tók farþega sem áttu pantað flug frá Kaupmannahöfn til Akureyrar í gær sautján klukkutíma að komast á áfangastað. Fyrst varð töf á Kastrup og síðan var ákveðið að lenda í Keflavík en ekki á Akureyri. Farþegarnir fóru þaðan með rútu til Akureyrar. Bjarnveig Ingvadóttir, forseti bæjarstjórnar á Dalvík, telur að félagið hafi sagt farþegum ósatt þegar sú skýring var gefin að veðurfarsaðstæður kæmu í veg fyrir lendingu á Akureyri. Upplýsingar frá flugturni bendi til annars og segir hún að upplýsingagjöf hafi verið ónóg og loforð verið svikin. Raunveruleg ástæða fyrir því að lent hafi verið í Reykjavík hafi verið sú að félagið hafi þurft að nota vélina strax í flug frá Keflavík til Lundúna og hafi legið við handalögmálum þegar ástandið var hvað verst. Bjarney segist ekki geta ímyndað sér að nokkur þessara 90 farþega muni skipta aftur við félagið. Birgir Jónsson forstjóri Iceland Express segir að ítrekuð óánægja farþega í Akureyrarfluginu kunni að verða til þess að félagið endurskoði áætlun og hætti jafnvel millilandafluginu. Eina ástæða þess að vélin lenti ekki á Akureyri sé sú að flugstjórinn hafi ekki viljað taka áhættuna vegna slæmrar veðurspár. Mun ódýrara hefði verið að lenda með farþegana á Akureyri og fljúga þaðan til Keflavíkur en gefa öllum farþegunum mat og ferja þá með rútum norður. Birgir segir furðulegt að Norðlendingar hafi ekki meira umburðarlyndi. Iceland Express hafi að sama skapi ekki efni á því ímyndarlega að lenda ítrekað í átökum við farþega.
Fréttir Innlent Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Sjá meira