Innlent

Hefja vatns- og hreinlætisverkefni í Malaví

Þróunarsamvinnustofnun Íslands ætlar að hefja umfangsmikið vatns- og hreinlætisverkefni í Malaví. Verkefnið á að vinna í samstarfi við þrjú ráðuneyti í Malaví og héraðsstjórnir á Monkey Bay svæðinu í suðurhluta landsins. Verkefnið nær til fjögurra ára og hefst fyrir áramót en lýkur í árslok 2010.

Í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna er staðhæft að tvær milljónir barna látist árlega af niðurgangssýki sem rekja má til þess að þau drukku óhreint vatn.

Með verkefninu á Monkey Bay svæðinu á að bæta ástand vatns- og hreinlætismála. Boraðar verða hundrað nýjar borholur og fimmtíu verða endurbættar til að tryggja verndun vatnsbóla og fækka þannig dauðsföllum í héraðinu sem rekja má til heilsuspillandi drykkjarvatns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×