Innlent

Fékk árs fangelsi fyrir árás á lögregluþjón

Héraðsdómur Norðurlands eystra.
Héraðsdómur Norðurlands eystra. MYND/Vísir

Karlmaður var í dag dæmdur í árs fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir að ráðast á lögregluþjón við skyldustörf og veita honum áverka. Hann var jafnframt dæmdur fyrir vörslu fíkniefna og að til að sæta upptöku þeirra.

Maðurinn var staddur á veitingastað á Akureyri þegar lögreglumenn höfðu afskipti af honum vegna gruns um að hann væri með fíkniefni á sér. Maðurinn tók annan lögreglumannanna hálstaki og sló hann með krepptum hnefa á munninn, með þeim afleiðingum að lögreglumaðurinn tognaði á hálsi og kjálka og fékk nokkuð djúpan skurð í gegnum vörina.

Maðurinn var í dag dæmdur í árs fangelsi auk þess sem gerð voru upptæk 2,09 grömm af amfetamíni sem maðurinn var með á sér þegar árásin átti sér stað. Hann þarf jafnframt að greiða 146.605 krónur í sakarkostnað.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×