Erlent

Palestinskur sáttmáli undirritaður í Kaíró

Sáttmáli um palestinska þjóðstjórn verður undirritaður í Kaíró, í Egyptalandi, að sögn embættismanns Hamas samtakanna. Hann kvaðst vona að náðst hefði samkomulag um þjóðstjórn fyrir lok þessa mánaðar.

Umræddur embættismaður sagði að Hamas vildi að sáttmálinn yrði undirritaður í Kaíró til þess að tryggja hinni nýju stjórn alþjóðlega viðurkenningu. Vesturlönd neita að viðurkenna núverandi stjórn sem er undir forystu Hamas, þar sem samtökin vilja hvorki hafna ofbeldi né viðurkenna tilverurétt Ísraels.

Egyptaland á gott samband bæði við Ísrael og Bandaríkin, og Egyptar hafa gegnt lykilhlutverki í að ná sáttum milli Hamas og Fatah hreyfingar Mahmouds Abbas, forseta Palestínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×