Erlent

Áströlsk plastglös ónýt sem vopn

Í dönsku djammi

Stærstu diskótek Danmerkur eru að taka í notkun nýja tegund af plastglösum, sem ekki er hægt að brjóta og því ekki hægt að nota sem vopn. Þau eru talsvert dýrari en glerglös, en endast margfallt betur. Bæði gestir og starfsfólk veitingastaða hafa tekið þessum glösum með fögnuði.

Glösin eru frá Ástgralíu frá framleiðanda sem heitir Global Wombat. Danska blaðið Jyllandsposten segir að það sé hægt að hoppa á glösunum, henda þeim í gólfið eða grýta þeim í steinveggi, þau hvorki brotni ná aflagist. Það sé nánast útilokað að eyðileggja þau.

Nokkuð er um það í dönsku næturlífi að glös séu notuð sem vopn, til þess að skera fólk, en það er vonlaust með þessum ástsrölsku plastglösum. Þá hefur það einnig komið fyrir í dönsku næturlífi að konur hafa skorið sig á fótum, á glerbrotum, ef þær fara úr háhæluðu skónum til þess að dansa. Sú hætta er nú einnig úr sögunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×