Stjórnarkreppan í Líbanon versnaði enn í gær þegar forseti landsins lýsti því yfir að skipan ríkisstjórnar samræmdist ekki lengur stjórnarskrá. Yfirlýsing ráðherrans hefur ekkert lagalegt gildi en er túlkuð sem vantraustsyfirlýsing.
Allir fimm ráðherrar sjía-múslima sögðu af sér embætti á laugardaginn og þeim til viðbótar sagði kristinn ráðherra af sér í morgun. Stjórnarskrá Líbanons tilgreinir að allir trúarhópar í landinu skuli eiga fulltrúa í ríkisstjórninni og sjía-múslimar eru einn fjölmennasti trúarhópurinn í landinu.
Þrátt fyrir þetta kom ríkisstjórnin saman til fundar í morgun að ósk Siniora forsætisráðherra til að ræða skipan sérstaks dómstóls sem verður falið að rétta yfir morðingjum Rafiks Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra.